Gimli Cup hafið

Fyrsta umferðin í Gimli Cup var leikin í gærkvöldi. Einn leikur fór í framlengingu.

Gimli Cup er fyrsta mót vetrarins þar sem allir leika við alla. Leikur Garpa og Svarta gengisins var sá jafnasti í fyrstu umferðinni og þurfti aukaumferð til að skera úr um sigurvegara. Skytturnar, Garpar, Fífurnar og Mammútar hófu mótið með sigri. Fífurnar náðu að snúa lukkunni sér í hag frá liðinni viku þegar liðið mátti þola stórt tap gegn Víkingum. Mammútar sneru taflinu einnig við gegn Üllevål, skoruðu 5 steina í fyrstu umferð en í leik sömu liða á Akureyrarmótinu skoruðu Üllevål 6 steina í fyrstu umferð gegn Mammútum.

Úrslit kvöldsins:

Skytturnar - Riddarar   6-2
Svarta gengið - Garpar   5-8 (5-5 eftir 6 umferðir)
Fífurnar - Víkingar   8-1
Mammútar - Üllevål   10-2

Rétt er að minna á að leikir geta ekki endað með jafntefli. Ef jafnt er eftir 6 umferðir skal leika aukaumferð(ir) til að skera úr um sigurvegara leiksins. Einnig skal minnt á að mótsstjórn áskilur sér rétt til að færa leiki á milli brauta eftir aðstæðum á svellinu, eins og þurfti í fyrstu umferðinni í gær.

Úrslit og leikjadagskrá í excel-skjali hér.