Gimli Cup hefst 2. nóvember

Gimli Cup fer fram í nóvember, áætlað að hefja keppni mánudaginn 2. nóvember og að mótinu ljúki mánudaginn 30. nóvember (fer eftir fjölda liða). Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 27. október.

Í næstu viku fara fram úrslitaleikir í Akureyrarmótinu og Bikarmótinu. Strax að þessum mótum loknum hefst Gimli Cup. Miðað er við að í Gimli Cup leiki allir við alla og að mótinu ljúki í síðasta lagi 30. nóvember. Leikið verður öll mánudagskvöld og sum miðvikudagskvöld. Væntanlegir leikdagar verða 2., 4., 9., 16., 18., 23. og 30. nóvember.

Skráningu lýkur þriðjudaginn 27. október. Þátttökutilkynningar sendist til Hallgríms, hallgrimur@isl.is, 840 0887.

Þátttökugjald er 7.000 krónur, greiðist í einu lagi inn á reikning 0302-13-301232, kt.  590269-2989. Þegar greitt er í heimabanka þarf að senda kvittun í tölvupósti á netfangið davidvals@simnet.is.

Dregið verður um töfluröð fyrir úrslitaleik Bikarmótsins miðvikudagskvöldið 28. október. Fulltrúar liðanna eru hvattir til að mæta.

Nánar verður sagt frá keppnisfyrirkomulagi og reglum þegar ljóst er hve mörg lið taka þátt.