Karfan er tóm.
Fimmta umferð Gimli Cup fór fram í kvöld og unnust allir þrír leikirnir með einu stigi. Víkingar sigruðu Garpa í toppslagnum og komust þar með upp að hlið Garpa. Fálkar sigruðu Mammúta og blanda sér þar með einnig í toppbaráttuna. Víkingar, Garpar og Fálkar hafa unnið þrjá leiki hver, en Víkingar standa þó betur að vígi, eiga tvo leiki eftir, en Garpar og Fálkar eiga aðeins einn leik eftir. Auk þess standa Víkingar betur að vígi í innbyrðis viðureignum gegn þessum tveimur liðum. Í þriðja leik kvöldsins sigruðu Fífurnar Skytturnar í aukaumferð. Fífurnar og Riddarar eiga enn góða möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna en möguleikarnir fara þverrandi hjá Mammútum og Skyttum.
Úrslit 5. umferðar:
Fálkar - Mammútar 5-4
Fífurnar - Skytturnar 5-4
Víkingar - Garpar 6-5
Staðan:
Lið | sigrar | töp |
Víkingar | 3 | 1 |
Fálkar | 3 | 2 |
Garpar | 3 | 2 |
Fífurnar | 2 | 2 |
Riddarar | 2 | 2 |
Mammútar | 1 | 3 |
Skytturnar | 1 | 3 |
Sjötta og næstsíðasta umferð fer fram miðvikudagskvöldið 24. nóvember.
Leikir 6. umferðar:
Braut 2: Skytturnar - Víkingar (bæði lið sjá um svellið)
Braut 4: Riddarar - Fálkar
Braut 5: Mammútar - Fífurnar
Liðin eru minnt á að greiða þátttökugjaldið fyrir næstu umferð - sjá nánar í frétt hér.