Karfan er tóm.
Í gær voru tveir leikir þar sem Ice Hunt sigraði Freyjur 5-3 og Dollý lagði Víkinga 6-3. Það stefnir því í spennandi kvöld þegar síðasta umferð Gimli mótsins verður leikin þann 16. febrúar n.k. Ef Ice Hunt nær þá að sigra Garpa og Dollý að sigra Freyjur, verða 3 lið efst og jöfn að stigum og þá ræður fjöldi unnina enda því hverjir verða Gimli meistarar. Það er þó möguleiki á að liðin verði öll með jafn marga enda á þá fer skorið að skipta máli. Freyjur eiga enn möguleika á silfri ef Dollý og Ice Hunt tapa sínum leikjum. Víkingar eiga ekki möguleika á verðlaunasæti en þeir hafa nú lokið keppni og hvíla í síðustu umferð. Úrslit ofl. má sjá hér.