27.04.2009
Við viljum óska öllum iðkendum LSA innilega til hamingju með frábæra vorsýningu. Á vorsýningunni komu allir iðkendur deildarinnar fram, byrjað var á yngstu iðkendunum og endað á eldri iðkendum. Aldrei hafa jafn margir áhorfendur komið á sýningu hjá LSA sem er mikið gleðiefni. Að lokinni vorsýningu hófst sumarfrí hjá iðkendum í 1., 2. og 3. hóp. Vor- og sumaræfingar verða settar upp fyrir 4. - 7. hóp á næstu dögum en fylgist vel með því hér á heimasíðunni. Hóffa á Bjargi verður með námskeið núna í maí þar sem farið verður í kennslu á æfingaprógrammi fyrir sumarfríið, t.d. hvernig á að skokka rétt o.s.frv. Hver og einn iðkandi í A og B flokkum og eldri C fær æfingaplan fyrir sumar"fríið". Það verður eitt æfingaprógramm fyrir þá sem fara í æfingabúðir ÍSS og LSA og annað æfingaprógramm fyrir þá sem einungis fara í æfingabúðir LSA. Gleðilegt sumar :)