Gleðipinnar í Vesturvíking

Stálum þessari mynd af strákunum af Facebook.
Stálum þessari mynd af strákunum af Facebook.


Þeir Andri Freyr Magnússon, Fannar Jens Ragnarsson og Guðmundur Karl Ólafsson kepptu á krullumóti í New Jersey á dögunum.

Fyrir rétt um ári síðan komu hingað tvö lið frá Plainfield Curling Club í New Jersey. Upp úr því sammæltust þremenningarnir við einn af forsprökkum bandarísku liðanna um að endurgjalda heimsóknina. Þeir tóku þátt í móti sem kallast PCC Bonsquel 2013 fyrr í aprílmánuði.

Þeir Andri, Fannar og Kalli fengu Dean Roth, Íslandsvin og einn af forsprökkum Plainfield klúbbsins, til liðs við sig. Þeim tókst að vinna fyrsta leikinn, en töpuðu síðan næstu tveimur leikjum og voru þar með slegnir úr leik.

Heimsóknin var ekki aðeins góð reynsla fyrir okkar menn, heldur góð kynning fyrir okkar mót því gleðipinnarnir þrír náðu að öllum líkindum að heilla nógu marga(r) í heimsókn sinni til Plainfield þannig að við eigum von á liðum þaðan á Ice Cup 2014.