Góðri skautahelgi að ljúka

Mikið líf hefur verið í skautaíþróttum um helgina.  Auk venjubundinna æfinga hjá öllum flokkum í báðum deildum skautaíþrótta var listhlaupamót í dag og tveir íshokkíleikir í gær.  Þessu til viðbótar var góð aðsókn á almenningstíma Skautahallarinnar, m.a. á skautadiskó á föstudagskvöldið sem nú hefur skipað sér fastan sess í afþreyingarflóru ungu kynslóðarinnar hér í bæ.

Mótið hjá listhlaupadeild í dag var fyrsta mót vetrarsins og var um að ræða innanfélagsmót fyrir A og B keppendur félagsins og var það styrkt af KEA.  Alls voru keppendur um 25 talsins og keppt var í 6 flokkum.  Úrlist mótsins urðu þessi:

 

10 ára og yngri B
Emilía Rós Ómarsdóttir
 
12 ára og yngri B
1. Guðrún Brynjólfsdóttir
2. Hrafnhildur Lára Hildudóttir
3. Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir
 
10 ára og yngri A
1. Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir
2. Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir
3. Sara Júlía Baldvinsdóttir
 
14 ára og yngri B
1. Alma Karen Sverrisdóttir
2. Andrea Dögg Jóhannsdóttir
3.Urður Steinunn Frostadóttir
 
15 ára og yngri B
1. Andrea Rún Halldórsdóttir
2. Karen Björk Gunnarsdóttir
3. Ólöf María Stefánsdóttir
 
Novice
1. Helga Jóhannsdóttir
2. Birta Rún Jóhannsdóttir
3.Urður Ylfa Arnardóttir
 

Hjá íshokkídeild voru tveir leikir í gærkvöldi.  Fyrsti sigraði 2. flokkur Börninn 5 – 4 en strax á eftir mættust lið í kvennaflokki.  Þar spilaði yngra kvennalið SA sinn fyrsta leik gegn Birninum, en gestirnir báru sigur úr býtum 7 – 1 að þessu sinni.

Það er óhætt að segja að tímabilið fari vel af stað hjá félaginu, en dagskráin hófst snemma í ágúst.  Bæði listhlaupadeild og hokkídeild voru með æfingabúðir fyrir sína iðkendur auk þess sem krulludeild flutti inn erlendan sérfræðing sem bauð upp á námskeið í krullu fyrir alla iðkendur síðustu helgina í ágúst.  Í framhaldi af æfingabúðum og námskeiðum hófust reglubundnar æfingar hjá öllum deildum sem hafa verið vel sóttar í haust.