Karfan er tóm.
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí tapaði naumlega fyrir Mexíkó í gær á Heimsmeistaramótinu í íshokkí sem haldið er á Akureyri þessa daganna. Mexíkó var með yfirhöndina lengst af í markaskorun en heppnin var ekki á bandi íslenska liðsins og Mexíkó vann að lokum 4-2. Sunna Björgvinsdóttir skoraði bæði mörk íslands í leiknum og var valin besti leikmaður liðsins í leiknum.
Íslenska liðið byrjaði leikinn betur og fengu strax ágætis marktækifæri í byrjun leiks en leikurinn var mikil stöðubarátta og spilaðist aðllega á miðsvæði vallarins svo fá alvöru marktækifæri litu dagsins ljós. Mexíkó skoraði fyrsta mark leiksins eftir um 15. mínútna leik og það nokkuð gegn gangi leiksins. Silvía Bjögvinsdóttir bar pökkinn í kjölfarið upp völlinn beint úr dómarakastinu og náði góðu skoti á mark sem Sunna Björgvinsdóttir fylgdi vel á eftir og jafnaði leikinn við mikinn fögnum um 400 áhorfenda en þá höfðu aðeins liðið 6. sekúndur síðan Mexíkó skoraði. Staðan var 1-1 eftir fyrstu lotu leiksins.
Mexíkó byrjaði aðra lotuna í yfirtölu en Íslenska liðið bægði hættunni að mestu frá en rétt áður en Ísland varð fullskipað kom laust langskot á mark Íslands sem óheppilega breytti um stefnu af leikmanni og skoppaði í markið. Íslenska liðið hafði tögl og haldir það sem eftir lifði lotunnar og sköpuðu sér ágætis marktækifæri. Sóknarlína þeirra Silvíu, Jónínu og Sunnu var banneitruð og héldu góðri pressu í svæði Mexíkó trekk í trekk sem bar árangur á 39. mínútu leiksins þegar Sunna var fyrst í lausan pökk sem skopaði fram fyrir mark Mexíkó og lagði pökkinn á glæsilegan hátt upp í samskeytin og jafnaði metin.
Það var mikil spenna fyrir þriðju lotu leiksins sem var mikil barátta og liðin lögðu allt í sölurnar til þess að vinna leikinn. Ísland fékk tvö algjör dauðafæri í byrjun lotunnar en lukkudísirnar voru með Mexíkó og pökkurinn hreinlega vildi ekki í markið. Mexíkó fékk fá færi en vörðust fimlega lengst af. Þegar 4 mínútur lifðu leiks komst leikmaður Mexíkó í skyndisókn og smellti pekkinum með glæsilegu langskotir í slánna og í markið og kom Mexíkó í 3-2. Íslenska liðið bætti þá í sóknina og pressaði stíft og fengu þrjú góð færi en markvörður Mexíkó varði vel. Ísland tók þá markmanninn úr markinu og bætti við sjötta útileikmanninum en Mexíkó náði að hreinsa pökkin úr varnarsvæði sínu og beint í tómt mark Íslands og endaði leikurinn 4-2 fyrir Mexíkó.
Næsti leikur Íslands er gegn Tyrkjum fimmtudaginn 2. mars kl 20.00 í Skautahöllinni á Akureyri.