Haustmóti 2012 lokið

Verðlaunahafar.
Verðlaunahafar.


Um liðna helgi fóru fram síðustu innanfélagsmótin á þessu ári. Á laugardag voru það 4. flokkur og 5. flokkur A, og svo 5. flokkur B, 6. og 7. flokkur á sunnudag. Í lokin var verðlaunaafhending og viðurkenningar til einstakra leikmanna og svo að sjálfsögðu kakó og kleinur.

Eftir jafna og spennandi keppni hjá 4+5A var það Appelsínugula liðið sem stóð uppi sem sigurvegari deildarinnar í Haustmóti 2012. Liðið vann fimm leiki og fékk því 10 stig. Svarta liðið varð í öðru sæti með sjö stig (þrír sigrar og eitt jafntefli) og Græna liðið í þriðja sæti með 6 stig (tveir sigrar, eitt jafntefli). 

Flest mörk núna um helgina gerðu eftirtaldir:
Svarta liðið: Unnar Hafberg, 4 mörk.
Appelsínugula liðið: Atli Þór Sveinsson, 2 mörk.
Græna liðið: Silvía Rán Björgvinsdóttir og Gunnar Aðalgeir Arason, 2 mörk.

Að loknu mótinu voru afhent einstaklingsverðlaun, mikilvægasti leikmaður hvers liðs (MVP):
Appelsínugula liðið: Jakob Ernfelt Jóhannsson
Græna liðið: Auðunn Orri Arnarsson
Svarta liðið: Róbert Máni Hafberg
Stigahæsti leikmaður mótsins: Sigurður Freyr Þorsteinsson.

Svarta liðið vann 5B-6
Á sunnudag fór síðan fram lokamótið í 5B, 6. flokki og 7. flokki.

Hjá 5B-6 var það Svarta liðið sem vann deildina, vann sex leiki og gerði eitt jafntefli. Appelsínugula liðið varð í 2. sæti með þrjá sigra og eitt jafntefli. Græna liðið varð í 3. sæti með tvo sigra.

Flest mörkin þessa lokahelgi hjá 5B-6 skoraði Ævar Arngrímsson úr Svarta liðinu, eða þrjú. April Orongan skoraði tvö fyrir Appelsínugula liðið.

7. flokkur
Yngstu krakkarnir stóðu sig gríðarlega vel, öll liðin spiluðu vel, mörg mörk voru skoruð og krakkarnir skemmtu sér vel.

Eftir áramótin verður svo haldið áfram á sömu braut, en þá verður stokkað upp í liðunum fyrir Vetrarmótið 2013 sem stendur frá janúar fram í apríl.

Myndasafn: Liðsmyndir og verðlaunahafar