Helgina 27 - 28 október síðastliðinn hélt Skautahöllin í samstarfi við Listskautadeild Akureyrar Hrekkjavöku böll. Hrekkjavöku skautadiskóið var haldið í þriðja sinn, Uppselt hefur verið síðust ár á Hrekkjavöku skautadiskóið og færri komist sem vildu, því var ákveðið þetta árið af aðilum sem komu að böllunum að bæta við barna balli á laugardeginum. Böllin tókust mjög vel og allir virtust njóta sín.
Mikil vinna fer í að setja svona viðburð upp,og margar hendur koma að. Nokkrir Iðkendur Listskauta voru með listskauta atriði á báðum böllunum, einnig voru nokkrir iðkendur Listskauta og Hokkýsins sem léku drauga í draugahúsinu, sem vakti mikla lukku. Viljum við þakka iðkendum kærlega fyrir. Foreldrar iðkenda Listskauta mættu með Hrollvekjandi veitingar.
Á báðum böllunum voru veitt verðlaun fyrir þrjá flottust búningana. Valið var ekki auðvelt þar sem börnin mættu mörg í flottum búningum.
Verðlaunin voru frá Skautahöll Akureyrar, Partýbúðinni á Akureyri, Dominos og Listskautadeild Akureyrar.
Langar okkur að þakka stuðnings aðilum kærlega fyrir.
Áfram Akureyri og SA.