Karfan er tóm.
Næstu viku, frá sunnudagskvöldi til laugardagskvölds, verður Skautahöllin undirlögð vegna undirbúnings og keppni á
alþjóðlega Ice Cup krullumótinu. Æfingar annarra deilda hefjast síðan skv. maí æfingatöflunni sunnudaginn 5.
maí, en mótið er lokapunktur á krulluvertíðinni.
Frá sunnudagskvöldinu 28. apríl til laugardagskvöldsins 4. maí verða engar æfingar á vegum Íshokkídeildar og Listhlaupadeildar í Skautahöllinni þar sem Krulludeildin verður alfarið með svellið, fyrst til undirbúnings vegna Ice Cup og síðan hefst mótið sjálft síðdegis fimmtudaginn 2. maí.
Sextán lið eru skráð til leiks, þar af sex erlend. Erlendu keppendurnir koma flestir frá Bandaríkjunum (14), en einnig frá Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og Englandi.
Dagskrá mótsins er með hefðbundnu sniði. Opnunarhóf mótsins verður miðvikudagskvöldið 1. maí, en fyrstu verða síðdegis fimmtudaginn 2. maí. Öll lið spila einn leik á fimmtudeginum, einn fyrir hádegi og einn eftir hádegi á föstudeginum og einn á laugardagsmorguninn. Efstu liðin leika síðan til úrslita eftir hádegi á laugardag.
Nánari kynning á liðunum kemur á næstu dögum.