Karfan er tóm.
Skytturnar Ice Cup meistarar, Riddarar tryggðu sér bronsið. Bragðarefir B-deildar meistarar.
Skytturnar eru Ice Cup meistarar 2009 eftir sigur á Mammútum í úrslitaleik, 9-2. Þetta er í fyrsta skipti sem lið eingöngu skipað Íslendingum vinnur mótið og í fyrsta skipti sem efsta lið eftir forkeppnina vinnur ekki úrslitaleikinn. Svipað var uppi á teningnum í leik um bronsið því Riddarar, sem urðu í 4. sæti í A-deildinni, sigruðu Víkinga, 9-6, í leik um bronsið. Bragðarefir unnu B-deildina með sigri á Görpum í úrslitaleik, 7-6.
A-deild
Úrslitaleikur: Mammútar - Skytturnar 2-9
Bronsleikur: Víkingar - Riddarar 6-9
B-deild
Úrslitaleikur: Bragðarefir - Garpar 7-6
Krulluvefurinn óskar Skyttunum til hamingju með sigurinn, öðrum verðlaunahöfum einnig og þakkar krullufólki, mökum og öðrum aðstandendum fyrir skemmtilegt mót og mikið og óeigingjarnt starf við undirbúning og framkvæmd mótsins.