Ice Cup: Þátttökugjald og skráning á lokahóf

Frestur til að greiða þátttökugjaldið á Ice Cup er miðvikudagurinn 28. apríl. Greiða þarf fyrir heilt lið í einu.
Þátttökugjaldið á Ice Cup þetta árið er 25.000 krónur á hvert lið. Innifalið í þátttökugjaldinu er mótsgjaldið, opnunarhóf á miðvikudagskvöldi, pylsupartí á föstudagskvöldi og miðar fyrir fjóra keppendur á lokahóf á laugardagskvöldi. Miðar á lokahófið fyrir fimmta keppanda og/eða maka verða seldir í sjoppu mótsins og kosta þeir 4.000 krónur.

Innlend lið eiga að greiða þátttökugjaldið í einu lagi fyrir allt liðið inn á reikning Krulludeildarinnar - 0302-13-301232, kt. 590269-2989 - í síðasta lagi miðvikudaginn 28. apríl. Þegar greitt er í heimabanka skal setja nafn liðs í skýringu og senda staðfestingu í tölvupósti á netfang gjaldkera, davidvals@simnet.is. Til að auðvelda framkvæmd mótsins eru fyrirliðar eða fulltrúar liðanna beðnir um að drífa í að ganga frá þátttökugjaldinu í stað þess að flækja málið með því að hver og einn leikmaður greiði fyrir sig eftir að mótið er hafið.

Í lokahófi mótsins verður hlaðborð en hófið verður í sal á annarri hæð Greifans. Húsið verður opnað kl. 19.30 og hefst borðhald um kl. 20.00. Tilkynna þarf um þátttöku í lokahófinu í síðasta lagi á fimmtudagskvöld og ganga þá jafnframt frá kaupum á miðum (í mótssjoppunni). Liðsstjórar eru hér með gerðir ábyrgir fyrir því að fá upplýsingar um það hjá sínum liðsmönnum hverjir ætla á lokahófið og hve margir gestir fylgja með. Nafnalista fyrir lokahófið þarf síðan að skila í sjoppuna (ásamt því að greiða fyrir aukamiða) í síðasta lagi á fimmtudagskvöldið, eftir fyrstu leiki mótsins.