Karfan er tóm.
Aljóðlega krullumótið Ice Cup fer nú fram í Skautahöllinni á Akureyri en setning mótsins fór fram í Norðurslóðasetrinu í gærkvöld og fyrstu leikir hófust í morgun. Yfir 50 erlendir keppendur í 13 liðum frá 6 löndum keppa á mótinu ásamt sjö íslenskum liðum. Það er Krulludeild Skautafélags Akureyrar sem stendur fyrir mótinu og er þetta í fjórtánda sinn sem mótið er haldið en það stækkar með hverju árinu. Mótið hófst klukkan 9 í morgun en því lýkur á laugardag með úrslitaleikjum sem hefjast milli kl. 14 og 15. Dagskrá mótsins má finna hér fyrir neðan en bein útsending er frá mótinu á heimasíðunni okkar. Við hvetjum fólk eindregið til þess að koma líta á keppnina en fyrir utan hörku spennandi keppni og litríka búninga liðanna þá eru veitingarnar sem seldar eru í sjoppunni ekki af verri endanum, íslensk kjötsúpa og fleira á mjög svo hóflegu verði.
Dagskrá og leikjaplan á Ice Cup 2018:
Miðvikudagur 9. Maí kl. 20:30 Opnunarhóf á Norðurslóðasetrinu
Fimmtudagur 10. Maí Leiktímar kl. 09:00, 11:30, 14:00, 16:30 og 19:00
Föstudagur 11. Maí leikur kl. 09:00, eftir þennan leik verða öll liðin sett í eina grúppu og öll liðin spila eina umferð kl. 11:30, 14:00, 16:30.
Eftir þessa umferð er liðunum skipt í tvær grúppur A og B deild eftir stöðu á töflunni, 10 í hvora deild.
Föstudagskvöld kl. 20:00 er heimsókn í verbúð Kidda.
Laugardagur 12 maí. Spilað verður á öllum 5 brautunum til að ná tveimur umferðum á öll 20 liðin. Fyrri umferð kl 9:00 og sú seinni kl 11:30.
Lokahófið verður á Greifanum og hefst borðhald kl 20:00 en húsið opnar kl 19:30.