Karfan er tóm.
Kvennaliðið er nú í Reykjavík að taka þátt í Icelandair Cup í boði Bjarnarins. Stelpurnar spiluðu sinn fyrsta leik á fimmtudagskvöldið gegn Bison Ladies og gerðu sér lítið fyrir og unnu þann leik 4 - 1. Mörkin skoruðu Sólveig Smáradóttir, Guðrún Blöndal, Jóhanna Sigurbjörg og Anna Sonja.
Í gærkvöldi spiluðu þær gegn Kingston Dimonds, sem talið er sterkasta liðið á mótinu, og töpuðu fyrir þeim 3 - 0. Þær voru engu að síður ánægðar með árangurinn gegn sterku liði.
Í dag spilar liðið tvo leiki, þann fyrri nú í hádeginu gegn dönsku liði og þann síðari í kvöld gegn Birninum. Síðasti leikur liðsins verður svo á morgun.