Innanfélags Vetrarmótinu lauk um helgina

Bestu leikmenn vetrarmótsins 2015
Bestu leikmenn vetrarmótsins 2015
Um nýliðna helgi fóru fram síðustu umferðirnar í innanfélags vetramótinu 2015. Í 4/5 flokks deildinni var mikil spenna og réðust úrslit ekki fyrr en eftir síðasta leik þar sem öll liðin enduðu með 8 stig og þá þurfti að skoða tölfræðina.
 
Eftir útreikninga á markatölu varð uppröðunin þessi: 1. sæti appelsínugulir, í 2. sæti grænir og svartir í 3. sæti. Hamingjusóskir til allra keppenda fyrir frábærann árangur.

Einstaklingsverðlaun mótsins:

Besti sóknamaður mótsins: Alex Máni Sveinsson
Besti varnamaður mótsins: Saga Margrét Sigurðard. Blöndal
MVP svartia liðsins: Axel Snær Orongan (á myndini tekur April systir hans á mótið verðlaununum þar sem Axel meiddist í lok leiksins).
MVP appelsínugula liðsins: Dagur Freyr Jónasson
MVP græna liðsins: Andri Þór Skúlason

 

Í 6/7 flk deild var örlítið minni spenna en samt sem áður frábær keppni. Appelsínugulir kláruð mótið með 10 stíg í 1.sæti, svartir með 9 stíg í 2. sæti og grænir með 5 stíg í 3.sæti.

 

Núna er byrjað að taka á móti skráningum í SA vormót 2015 sem verður daganna 21.april-19.maí.

vetrarmót innanfélags