Karfan er tóm.
Leikjum U18 liðs SA á tímabilinu lauk nú um helgina þegar liðið skrapp í borgina og lék gegn SR á föstudagskvöldinu og Fjölni á laugardag.
Það var í febrúar sem ljóst var að SA væri orðið Íslandsmeistari 2024, SA íslandsmeistarar í U18 því hvorugt lið andstæðinganna mundi ná þeim að stigum þó nokkrir leikir væru eftir. Þessi ungmenni eru þéttur og góður hópur nokkuð reynslumikilla leikmanna þrátt fyrir ungan aldur þar sem mörg þeirra hafa leikið með landsliðunum okkar um tíma. Þau eru góðir félagar sem hefur skapað góða liðsheild meðal leikmanna og skilað sér í velgengi.
Úrslit mótsins eru eftirfarandi:
Lið SA er lang efst í fyrsta sæti með 36 stig eftir sigur í öllum sínum leikjum á tímabilinu.
Lið SR er í öðru sæti með 9 stig
Lið Fjölnis er í þriðja sæti einnig með 9 stig en SR vinnur á betra markahlutfalli.
Stigahæstur SA er Þorleifur Rúnar Sigvaldason með 32 stig, 10 stigum ofar en sá næsti, Þorleifur spilaði 12 leiki, er með 27 mörk og 5 stoðsendingar, SA leikmenn röðuðu sér svo í 6 - 9. sæti; Stefán Guðnason í sjötta sæti með 20 stig, Bjarki Jóhannsson með 18 stig í því sjöunda, Bjarmi Kristjánsson í áttunda með 17 stig og Alex Ingason í níunda með 15. Sigurgeir Bjarki Söruson er stigahæstur markmanna með 91 % hlutfall. Bjarki Jóhannsson er með flestar stoðsendingar, 9 talsins og Stefán Guðnason fylgir fast á hæla hans með 8.
Atli Sveinsson og Róberti Steingrímsson tóku við þjálfun liðsins þegar Jamie Dumont þurfti að hverfa frá þjálfun félagsins um áramót.