Íslandsmótið í krullu: Fjögur lið efst og jöfn

Fálkar eina taplausa liðið til þessa.

Þriðja umferð Íslandsmótsins í krullu fór fram mánudagskvöldið 6. febrúar. Einum leik var þó frestað, viðureign Svartagengisins við Skytturnar, en nýr leikdagur verður ákveðinn síðar.

Úrslit leikja:
Ísherjar - Fálkar 5-6
Mammútar - Víkingar 10-2
Rennusteinarnir - Ís-lendingar 8-6

Fjögur lið hafa unnið tvo leiki hvert, Fálkar, Víkingar, Mammútar og Ís-lendingar, en Fálkar hafa aðeins leikið tvo leiki og eru eina liðið í mótinu sem ekki hefur tapað leik.

Fjórða umferð verður leikin mánudagskvöldið 13. febrúar:
Braut 2: Svartagengið - Mammútar
Braut 3: Víkingar - Rennusteinarnir
Braut 4: Fálkar - Skytturnar
Braut 5: Fífurnar - Ísherjar 
Ísumsjón: Mammútar, Rennusteinarnir, Skytturnar, Ísherjar

Úrslit og leikjadagskrá (excel-skjal).