Karfan er tóm.
Vonandi er það til marks um að mótið verði hnífjafnt að í öllum fjórum leikjunum í gær var staðan 1-1 þegar tveimur umferðum var lokið. Úrslit leikja urðu þau að Fálkar og Norðan 12 gerðu jafntefli, 4-4, Mammútar sigruðu Svarta gengið, 5-4, Víkingar sigruðu Kústana, 6-3, og Skytturnar lögðu Bragðarefi, 5-4. Þar með tylla Mammútar, Víkingar og Skytturnar sér á toppinn í upphafi móts en reyndar hafa þrjú af liðunum ellefu ekki hafið keppni.
Næstu leikir verða miðvikudagskvöldið 6. febrúar:
Braut 2: Mammútar - Víkingar
Braut 3: Kústarnir - Bragðarefir
Braut 4: Garpar - Fálkar
Braut 5: Fífurnar - Riddarar
Ísumsjón: Garpar, Fálkar, Fífurnar, Riddarar.
Í valmyndinni hér til vinstri er Íslandsmót 2008 en þar eru tengingar bæði á excel-skjal með öllum úrslitum og leikjadagskránni og líka skjal með reglum mótsins.