Karfan er tóm.
Fimmtudaginn 6. mars fer lið SA suður og mætir deildarmeisturum Bjarnarins í fyrsta leik úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna í íshokkí 2014. Leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst kl. 19.30.
Varla þarf að minna SA-fólk og aðra Akureyringa á það einu sinni enn - en við ætlum samt að gera það - að stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum í þessum leik. Lið Bjarnarins tryggði sér oddaleiksréttinn með sigri í deildinni og því verður lið SA að vinna a.m.k. einn útileik í úrslitakeppninni til að eiga möguleika á titlinum. Þú getur átt þátt í því að stelpurnar drífi í því strax í fyrsta leik með því að mæta í Egilshöllina og hvetja liðið okkar.