Karfan er tóm.
Fífur náðu í sinn fyrsta sigur í kvöld og það öruggann þar sem Fífur unnu Víkinga 10 - 0. Garpar sigruðu Ice Hunt 8 - 4 og náðu þar með Víkingum að stigum sem þýðir að það verður hreinn úrslitaleikur á milli Garpa og Víkinga næsta mánudag þann 10. apríl um efsta sætið í undankeppninni. Úrslitin í lokaleiknum skipta í raun engu máli þar sem liðin eru örugg í tveimur efstu sætunum í undankeppninni og leika að henni lokinni um hvort liðið fer beint í úrslitaleikinn en sá leikur fer fram þann 17. apríl sem er annar í páskum. Hinn leikurinn er á milli Fífa og Icec Hunt og vinningsliðið í þeirri viðureign þarf síðan að spila við tapliðið úr leik Garpa og Víkinga um réttinn til að fara í úrslitaleikinn. Sá leikur fer fram seinna um kvöldið á annan í páskum. Úrslitaleikirnir verða síðan leiknir mánudaginn 24. apríl.