Íslandsmótið í krullu: Þrjú lið á toppnum

Ósigraðir! Rúnar Steingrímsson, fyrirliði Fálka.
Ósigraðir! Rúnar Steingrímsson, fyrirliði Fálka.


Fálkar, Mammútar og Víkingar með þrjá sigra. Fálkar einir ósigraðir.

Fjórða umferð Íslandsmótsins í krullu fór fram í gærkvöldi. Fálkar unnu sinn þriðja sigur í jafnmörgum leikjum. Víkingar og Mammútar fylgja þeim eftir, en Mammútar lentu í kröppum dansi gegn Svartagenginu, náðu að jafna með því að skora tvo steina í lokaumferðinni og knúðu síðan fram sigur í aukaumferðinni.

Úrslit kvöldsins:
Svartagengið - Mammútar 5-8
Víkingar - Rennusteinarnir  10-3
Fálkar - Skytturnar  9-3
Fífurnar - Ísherjar  9-4

Fálkar hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa, en Víkingar og Mammútar eru einnig með þrjá vinninga, bæði lið að loknum fjórum leikjum. Þá koma Fífurnar og Ís-lendingar með tvo sigra.

Staðan (sigrar/töp)
1. Fálkar 3/0
    Mammútar 3/1
    Víkingar 3/1
4. Fífurnar 2/1
    Ís-lendingar 2/1
6. Rennusteinarnir 1/2
    Ísherjar 1/3
8. Skytturnar 0/3
    Svartagengið 0/3 

Fimmta umferðin fer fram mánudagskvöldið 20. febrúar, en þá eigast við:
Braut 2: Skytturnar - Fífurnar
Braut 3: Mammútar - Fálkar
Braut 4: Rennusteinarnir - Svartagengið
Braut 5: Ís-lendingar - Víkingar 
Ísumsjón: Fífurnar, Fálkar, Svartagengið, Víkingar

Öll úrslit og leikjadagskrá (excel).