Karfan er tóm.
Staðan í leik Norðan 12 og Kústanna var ekki björt fyrir Norðan 12 þegar fjórum umferðum var lokið. Kústarnir höfðu unnið allar fjórar umferðirnar og staðan var 5-0. Þá gerðist undrið, Norðan 12 skoraði 7 stig í fimmtu umferðinni, náði forystunni og bætti síðan við í lokaumferðinni og vann leikinn 9-5. Leikur Garpa gegn Skyttunum réðist á síðasta steini en þá skoruðu Garpar eitt stig og unnu leikinn 4-3. Þar með misstu Skytturnar af tækifæri til að komast í efsta sæti mótsins. Mammútar voru í fríi í gærkvöld en héldu þó toppsætinu. Liðið er nú það eina sem ekki hefur tapað leik en hefur reyndar gert eitt jafntefli. Fífurnar tóku Svarta gengið á núllinu, sigruðu 10-0. Riddarar sigruðu Fálka 6-5 í leik þar sem Fálkum mistókst að jafna leikinn með síðasta steini leiksins þrátt fyrir gott færi til þess.
Úrslit kvöldsins:
Svarta gengið – Fífurnar 10
Garpar – Skytturnar 4-3
Fálkar – Riddarar 5-6
Norðan 12 – Kústarnir 9-5
Mótið er nú rétt rúmlega hálfnað, 28 leikjum lokið og 27 leikir eftir. Öll liðin hafa leikið fimm leiki nema Kústarnir sem eru búnir með sex leiki. Mammútar eru sem fyrr segir í efsta sætinu, hafa 9 stig. Skytturnar koma næstar með 8 stig, þá Norðan 12 með 7 stig, Víkingar með 6 stig og Riddarar með 5. Það verður toppslagur í næstu umferð því þá mætast tvö efstu liðin, Mammútar og Skytturnar.
Næstu leikir, miðvikudagskvöldið 27. Febrúar:
Braut 2: Mammútar – Skytturnar
Braut 3: Fálkar – Bragðarefir
Braut 4: Svarta gengið - Víkingar