Karfan er tóm.
Lokaumferðir deildarkeppninnar eiga að fara fram mánudagana 11. og 18. mars. Ekki verður ljóst fyrr en deildarkeppninni lýkur hvort þá
verður hægt að fara beint í úrslitakeppni fjögurra liða eða hvort leika þarf aukaleik(i) um það hvaða lið fara í
úrslit.
Frestaður leikur úr þriðju umferðinni sem átti að fara fram í gær féll niður þar sem leikmenn annars liðsins voru veðurtepptir syðra. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um tímasetningu á þeim leik.
Þegar ljóst er hvaða fjögur lið fara í úrslit, eða hvaða lið tryggja sér rétt til að leika um sæti í úrslitum, verður fundur með fyrirliðum liðanna þar sem endanlega verður ákveðið hvenær leikir úrslitakeppninnar fara fram.
Hugmyndin er að nýta einhverja af eftirtöldum dögum eftir þörfum og vilja:
Mánudagur 25. mars
Miðvikudagur 27. mars (dagurinn fyrir skírdag)
Mánudagur 1. apríl (annar í páskum)
Mánudagur 8. apríl
Mánudagur 15. apríl