Karfan er tóm.
Mammútar hafa nú náð þriggja stiga forskoti í undankeppninni en liðið sigraði Skytturnar í uppgjöri efstu liða í gærkvöld. Mammútar hafa náð ellefu stigum, aðeins tapað einu stigi, og eru komnir langleiðina með að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. Skytturnar halda öðru sætinu þrátt fyrir tap en deila því sæti reyndar með Víkingum sem sigruðu Svarta gengið í gær. Þessi lið hafa átta stig. Í fjórða sætinu eru svo Norðan 12 með sjö stig og Bragðarefir eru komnir í fimmta sætið með sex stig eftir sigur á Fálkum í gær.
Úrslit kvöldsins:
Mammútar – Skytturnar 6-5
Fálkar – Bragðarefir 6-7
Svarta gengið – Víkingar 3-7
Næstu leikir verða mánudagskvöldið 3. mars:
Braut 2: Víkingar – Bragðarefir
Braut 3: Garpar – Fífurnar
Braut 4: Kústarnir – Mammútar
Braut 5: Norðan 12 – Riddarar
Ísumsjón: Víkingar, Bragðarefir, Kústarnir, Mammútar