Karfan er tóm.
Deildarmeistarar Mammúta misstu af sæti í úrslitaleik Íslandsmótsins þegar þeir töpuðu fyrir Skyttunum í undanúrslitum í gær. Garpar og Skytturnar mætast í úrslitaleiknum. Mammútar mæta Ís-lendingum í leik um bronsið.
Leikur Mammúta og Skyttanna var spennandi þegar kom að lokaumferðunum, en í fyrri hluta leiksins komust Skytturnar í 5-1. Mammútar náðu að vinna þrjár umferðir í röð, en þó aðeins með einu stigi, og minnkuðu muninn í 5-4. Eftir spennandi lokaumferð stóðu síðan Skytturnar uppi með stigið í lokin og sigruðu, 6-4.
Það verða því Skytturnar og Garpar sem mætast í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn mánudagskvöldið 22. apríl. Mammútar, sem urðu deildarmeistarar með fullu húsi, hafa nú tapað tveim leikjum í röð í úrslitakeppninni og leika því um bronsverðlaunin á mótinu gegn Ís-lendingum 22. apríl.
Öll úrslit í mótinu má sjá í excel-skjali hér.
Garpar urðu Íslandsmeistarar 2011, en Skytturnar urðu síðast Íslandsmeistarar 2006, en svo skemmtilega vill til að þá var núverandi fyrirliði Garpa, Hallgrímur Valsson, liðsmaður í Skyttunum.