Íslandsmótið í krullu: Úrslit 1. umferðar

Fífurnar, Víkingar, Ís-lendingar og Mammútar með sigra.

Íslandsmótið í krullu hófst í gærkvöldi með fjórum leikjum. Stærsta fréttin í upphafi móts er að lið Íslandsmeistaranna er ekki með - en þó allir leikmennirnir. Garpar eru semsagt ekki skráðir til leiks að þessu sinni, en tveir úr liðinu eru nú í nýju liði sem nefnir sig Ísherja og þrír úr liði Garpa spila með öðru tiltölulega nýju liði, Rennusteinunum.

Úrslit 1. umferðar:
Fífurnar - Svartagengið  9-3
Ísherjar - Víkingar  7-8
Skytturnar - Ís-lendingar  5-8
Mammútar - Rennusteinarnir  9-2

Önnur umferð fer fram mánudagskvöldið 30. janúar. Þá eigast við:
Braut 2: Ís-lendingar - Mammútar
Braut 3: Fálkar - Fífurnar
Braut 4: Svartagengið - Ísherjar
Braut 5: Víkingar - Skytturnar

Ísumsjón: Mammútar, Fífurnar, Ísherjar, Skytturnar.

Úrslit og leikjadagskrá má finna í excel-skjali hér.