Karfan er tóm.
Garpar og Ice Hunt unnu leiki fyrstu umferðar Íslandsmótsins í krullu sem hófst í gær. Garpar hófu titilvörnina með naumum sigri eftir ævintýralegan viðsnúning í síðari hluta leiksins.
Garpar komust yfir í upphafi leiks gegn Víkingum en þá unnu Víkingar fjórar umferðir í röð og komust í 6-2. Í sjöttu umferðinni skoruðu Garpar sex stig og snéru leiknum við, Víkingar jöfnuðu í næstsíðustu umferðinni og eftir spennandi lokaumferð voru það Garpar sem náðu stigi og sigruðu, 9-8.
Ice Hunt skoraði fjögur stig strax í fyrstu umferðinni gegn Freyjum og náði að halda þeirri forystu þrátt fyrir góðar atlögur Freyja.
Úrslit leikja:
Garpar - Víkingar 9-8
Freyjur - Ice Hunt 4-8
Önnur umferð fer fram mánudagskvöldið 3. febrúar, en þá mætast Mammútar og Garpar annars vegar og Víkingar og Freyjur hins vegar. Ice Hunt situr hjá.
Úrslit og leikjadagskrá (excel).