Íslandsmótið í krullu: Feðgar á toppinn

Jens er á skriði.
Jens er á skriði.


Mammútar og Víkingar efstir með fjóra vinninga á Íslandsmótinu. Fyrirliðar liðanna eru feðgarnir Gísli Jón Kristinsson og Jens Kristinn Gíslason.

Fimmta umferð Íslandsmótsins í krullu fór fram í gærkvöldi. Línur eru aðeins teknar að skýrast nú þegar mótið er rúmlega hálfnað, tvö lið efst með fjóra vinninga og tvö á botninum án sigurs, en eiga þó eftir innbyrðis leik sem frestað var.

Mammútar og Víkingar hafa reyndar leikið einum leik fleira en önnur lið. Þessi tvö lið hafa unnið fjóra leiki, en á hæla þeim koma Fálkar og Fífurnar með þrjá vinninga og hafa aðeins tapað einum leik eins og toppliðin. Fálkar voru eina taplausa liðið fyrir fimmtu umferðina, en biðu lægri hlut gegn Mammútum. 

Úrslit kvöldsins:
Skytturnar - Fífurnar  6-7
Mammútar - Fálkar  6-5
Rennusteinarnir - Svartagengið  9-2
Ís-lendingar - Víkingar  7-8

Staðan:

  Lið sigrar/töp
1.   Mammútar  4/1
2.   Víkingar  4/1 
3.   Fálkar 3/1 
4.   Fífurnar 3/1 
5.   Rennusteinarnir  2/2 
6.   Ís-lendingar  2/2 
7.   Ísherjar 1/3 
8.   Skytturnar 0/4 
   Svartagengið 0/4 

 

 

 

 

 

 


Skytturnar og Svartagengið eiga eftir að leika frestaðan leik úr þriðju umferð. 

Sjötta umferð verður leikin mánudagskvöldið 27. febrúar:

Braut 2: Svartagengið - Ís-lendingar
Braut 3: Ísherjar - Skytturnar
Braut 4: Fífurnar - Mammútar 
Braut 5: Fálkar - Rennusteinarnir
Ísumsjón: Ís-lendingar, Skytturnar, Mammútar, Rennusteinarnir 

Öll úrslit og leikjadagskrá.