Karfan er tóm.
Mammútar öruggir í úrslitin, Fálkar og Víkingar líklegir. Fjögur lið til viðbótar berjast um að fá sæti
eða aukaleik um sæti í úrslitunum.
Mammútar hafa unnið sex leiki, en eiga aðeins einn leik eftir. Hvernig sem aðrir leikir fara eru þeir nú öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Fálkar og Víkingar hafa unnið fimm leiki og eru öruggir með að minnsta kosti aukaleik um sæti í úrslitum, bæði lið myndu komast beint í úrslitakeppnina með einum sigri í síðustu tveimur umferðunum. Fálkar og Víkingar eigast einmitt við í næstsíðustu umferðinni.
Það eru hins vegar fjögur lið sem berjast um síðasta sætið í úrslitunum, Fífurnar, Ís-lendingar og Rennusteinarnir hafa unnið þrjá leiki, en Ísherjar tvo og eiga enn tölfræðilega möguleika á að tryggja sér aukaleik um sæti í úrslitakeppninni. Keppni þessara fjögurra liða verður spennandi í lokaumferðunum og í næstsíðustu umferðinni verða einmitt tvær innbyrðis viðureignir í þessum hópi, Fífurnar gegn Ís-lendingum og Ísherjar gegn Rennusteinunum.
Úrslit kvöldsins:
Rennusteinarnir - Fífurnar 6-2
Víkingar - Svartagengið 8-6
Ís-lendingar - Fálkar 1-10
Mammútar - Ísherjar 7-5
Staðan eftir sjö umferðir (sigrar/töp):
1. Mammútar 6/1
2. Fálkar 5/1
Víkingar 5/1
4. Rennusteinarnir 3/3
Fífurnar 3/3
Ís-lendingar 3/3
7. Ísherjar 2/4
8. Skytturnar 0/5
Svartagengið 0/5
Öll úrslit og leikjadagskrá (excel-skjal).
Áttunda og næstsíðasta umferð deildarkeppninnar fer fram mánudagskvöldið 12. mars:
Braut 2: Skytturnar - Mammútar
Braut 3: Fífurnar - Ís-lendingar
Braut 4: Ísherjar - Rennusteinarnir
Braut 5: Fálkar - Víkingar
Ísumsjón: Mammútar, Ís-lendingar, Rennusteinarnir, Víkingar