Karfan er tóm.
Fjórir leikir fóru fram í Íslandsmótinu í gærkvöld. Mammútar eru nú efstir með 4 stig eftir tvo leiki. Garpar með bestan árangur í skotum að miðju.
Úrslit leikja:
Mammútar – Víkingar 7-6
Kústarnir – Bragðarefir 8-1
Garpar – Fálkar 6-2
Fífurnar – Riddarar 5-4
Nú hafa öll liðin lokið við skot að miðju en árangur í þeim skiptir því aðeins máli að lið séu jöfn að stigum og ekki hægt að skera úr um röð þeirra með stigum úr innbyrðis viðureignum.
Röð liðanna í skotum að miðju er þessi: Garpar, Kústarnir, Fífurnar, Mammútar, Riddarar, Norðan 12, Skytturnar, Svarta gengið, Fálkar, Víkingar, Bragðarefir. Allar tölur úr skotum að miðju er að finna í excel-skjalinu með úrslitum leikja.
Þeir einstaklingar sem náðu bestum árangri í skotunum voru: Haraldur Ingólfsson Fálki (30), Jens Kristinn Gíslason, Norðan 12, (40), Sævar Sveinbjörnsson Riddari (43), Leifur Ólafsson, Svarta genginu (45), Hallgrímur Valsson Garpur (46) og Tryggvi Gunnarsson Riddari (48).
Næstu leikir verða mánudagskvöldið 11. Febrúar:
Braut 2: Fífurnar – Kústarnir
Braut 3: Víkingar – Norðan 12
Braut 4: Riddarar – Skytturnar
Braut 5: Svarta gengið – Garpar
Ísumsjón: Garpar, Svarta gengið, Riddarar, Skytturnar