Íslandsmótið í krullu: Úrslitaleikirnir í dag

Áhorfendur eru velkomnir. Mynd: HI
Áhorfendur eru velkomnir. Mynd: HI


Mammútar gegn Fífunum, Víkingar gegn Fálkum. Bæta Mammútar enn einum titlinum í safnið eða vinna Fífurnar sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil?

Mammútar urðu á dögunum deildarmeistarar, Víkingar urðu í 2. sæti, Fálkar í þriðja og Fífurnar í fjórða. Fífurnar hafa hins vegar komið, séð og sigrað í úrslitakeppninni og er liðið nú komið alla leið í úrslitaleikinn þar sem andstæðingurinn er lið Mammúta, sem á nokkra Íslandsmeistaratitla í sarpinum.

Víkingar náðu ekki að fylgja eftir góðum árangri í deildarkeppninni, töpuðu í undanúrslitum gegn Fífunum og leika því um bronsið gegn Fálkum.

Leikirnir:
Braut 2: Mammútar - Fífurnar
Braut 4: Víkingar - Fálkar

Leikirnir hefjast kl. 18.00 í dag og eru áhorfendur velkomnir. Enginn aðgangseyrir.