Ísold Fönn sigraði flokk 10 ára stúlkna á sterku móti í listhlaupi í Slóvakíu um helgina

Ísold Fönn á móti helgarinnar
Ísold Fönn á móti helgarinnar

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir er um þessar mundir við æfingar og keppni í Slóvakíu. Hún tók um helgina þátt í sterku móti fyrir Íslandshönd í Slóvakíu og sigraði hún flokk 10 ára stúlkna með 42.24 stig. Þess má geta að keppnisreglur á þessu móti eru aðeins öðru vísi en hérna heima og því svolítið erfitt að bera árangurinn saman við það sem hún hefur verið að sýna hér heima. Það má hins vegar með sanni segja að hún er að standa sig gríðarlega vel og verður gaman að fylgjast með henni á komandi mótum. Hún mun taka þátt í þremur mótum erlendis á næstu vikum og munum við setja inn fréttir af gengi hennar á mótunum.

Ísold Fönn keppir á Skate Celje á fimmtudaginn í Slóvaníu, á föstudaginn ætlar hún að taka þátt í móti í Innsbruck í Austurríki og svo tekur hún þátt í Santa Claus Cup í Budapest þann 6. desember.

Til hamingju Ísold Fönn og fjölskylda með frábæran árangur.