Karfan er tóm.
Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi í kvöld, fimmtudaginn 23. janúar kl. 17.30 þar sem kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Akureyrar verður meðal annars lýst.
Verður þetta í 46. sinn sem Íþróttamaður Akureyrar er heiðraður og í níunda sinn þar sem bæði íþróttakona- og íþróttakarl Akureyrar eru valin og heiðruð.
Skautafélag Akureyrar á tvo fulltrúa í kjörinu að þessu sinni íshokkífólkið Shawlee Gaudreault og Jóhann Már Leifsson en bæði tvö eru á top 10 listanum fyrir valið í kvöld.
Dagskrá hátíðar:
• Hátíðin sett af formanni ÍBA
• Ávarp formanns Fræðslu- og lýðheilsuráðs
• Kynning á Íslandsmeisturum 2024
• Kynning á heiðursviðurkenningum Fræðslu- og lýðheilsuráðs
• Styrkveiting úr Afrekssjóði Akureyrar
• Kynning á tilnefningum tíu efstu til Íþróttamanns Akureyrar 2024
• Kjöri íþróttkarls- og íþróttakonu Akureyrar 2024 lýst