Íþróttamaður Akureyrar 2013, opin samkoma

Mynd: Þórir Tryggvason (16.01.2012)
Mynd: Þórir Tryggvason (16.01.2012)


Íþróttabandalag Akureyrar og Íþróttaráð Akureyrar bjóða bæjarbúum til verðlaunahófs í Hofi miðvikudaginn 22. janúar. Hápunktur hátíðarinnar er þegar kunngjört verður val á íþróttamanni Akureyrar 2013.

Jafnframt verða afhentar heiðursviðurkenningar íþróttaráðs og viðurkenningar og/eða styrkir til þeirra íþróttafélaga sem áttu Íslandsmeistara og/eða landsliðsfólk á árinu 2013.

Íþróttaráð ákvað að halda ekki árlega samkomu sem fram hefur farið í Íþróttahöllinni á milli jóla og nýárs, þar sem Íslandsmeistarar og landsliðsfólk íþróttafélaganna á Akureyri hefur verið kallað á svið og allur hópurinn svo myndaður að samkomunni lokinni. Afhending platta vegna Íslandsmeistara og styrkja vegna landsliðsfólks verður nú einn af dagskrárliðunum í verðlaunahátíðinni þegar kunngjört verður um val á íþróttamanni Akureyrar. Íslandsmeistarar og landsliðsfólk er velkomið á þessa samkomu, eins og bæjarbúar allir, en það verða þó einungis formenn eða forsvarsmenn félaganna sem fara á sviðið í Hofi og taka við viðurkenningunum. 

Sjá einnig á Facebook: https://www.facebook.com/events/608406665874503/

Dagskrá hátíðarinnar kemur fram í fréttatilkynningu ÍBA hér að neðan: 

Fréttatilkynning Íþróttabandalags Akureyrar: Íþróttamaður Akureyrar 2013 

Íþróttabandalag Akureyrar boðar til verðlaunahátíðar í Menningarhúsinu Hofi miðvikudaginn 22. janúar kl. 17.00 þar sem lýst verður kjöri íþróttamanns Akureyrar 2013. Jafnframt fá þeir íþróttamenn sem aðildarfélög ÍBA hafa tilnefnt sem sinn íþróttamann ársins 2013 afhentar viðurkenningar.

Við sömu athöfn verða afhentar heiðursviðurkenningar Íþróttaráðs Akureyrarbæjar. Þá verða afhentar viðurkenningar og styrkir til þeirra íþróttafélaga sem áttu landsliðsmenn og Íslandsmeistara á árinu 2013. Þessar viðurkenningar hafa hingað til verið afhentar íþróttafólkinu sjálfu í sérstöku hófi á milli jóla og nýárs, en fyrirkomulagið er nú breytt.

Dagskrá:
Kl. 16.30 Húsið opnað, tónlistarflutningur fram að skipulagðri dagskrá
Kl. 17.00 Dagskrá hefst

1. Þröstur Guðjónsson, formaður ÍBA, setur hátíðina
2. Tryggvi Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi og formaður Íþróttaráðs Akureyrarbæjar, ávarpar samkomuna
3. Kynning á íþróttamönnum aðildarfélaga ÍBA
4. Landsliðsfólk 2013, styrkir afhentir forsvarsmönnum íþróttafélaga
5. Íslandsmeistarar 2013, viðurkenningar afhentar forsvarsmönnum íþróttafélaga
6. Heiðursviðurkenningar Íþróttaráðs Akureyrarbæjar
7. Lýst kjöri íþróttamanns Akureyrar 2013
8. Þröstur Guðjónsson slítur samkomunni

Íþróttabandalag Akureyrar og íþróttaráð Akureyrarbæjar bjóða bæjarbúum að vera viðstaddir athöfnina og heiðra þannig afreksíþróttafólk bæjarins. 

Tilnefningar aðildarfélaga
Sautján aðildarfélög ÍBA hafa tilnefnt íþróttamann ársins úr sínum röðum og koma eftirtaldir sautján einstaklingar til greina við val á íþróttamanni Akureyrar.

Ármann Pétur Ævarsson, Íþróttafélaginu Þór
Bergvin Þór Gíslason, Akureyri handboltafélagi
Birta Fönn Sveinsdóttir, Knattspyrnufélagi Akureyrar
Bjarney Sara Bjarnadóttir, Fimleikafélagi Akureyrar
Björn Heiðar Rúnarsson, Nökkva – Félagi siglingamanna
Breki Bernharðsson, Íþróttafélaginu Draupni
Bryndís Bolladóttir, Sundfélaginu Óðni
Einar Kristinn Kristgeirsson, Skíðafélagi Akureyrar
Einar Sigurðsson, KKA akstursíþróttafélagi
Grétar Óli Ingþórsson, Bílaklúbbi Akureyrar
Guðlaugur Bragi Magnússon, Skotfélagi Akureyrar
Hafdís Sigurðardóttir, Ungmennafélagi Akureyrar
Heiðar Þór Aðalsteinsson, Hömrunum
Ingvar Þór Jónsson, Skautafélagi Akureyrar
Viðar Bragason, Hestamannafélaginu Létti
Viktor Samúelsson, Kraftlyftingafélagi Akureyrar
Örvar Samúelsson, Golfklúbbi Akureyrar