Janúarmótið - úrslitaleikir
31.01.2009
Úrslitaleikir Janúarmótsins verða leiknir á mánudagskvöld. Garpar og Mammútar leika um fyrsta sætið í janúarmótinu. Mammútar eru ákveðnir í að hefna ófara sinna frá síðasta leik þessara liða þegar Mammútar voru yfir 6 - 0 eftir fjórar umferðir en töpuðu leiknum 7 - 6 eftir ótrúlegan endasprett Garpa. Garpar munu án efa ekki að leyfa Mammútum að komast í slíka kjörstöðu aftur. Svartagengið og Víkingar leika um þriðja sætið. Svartagengið og Víkingar áttust við í fyrstu umferð mótsins og sigruðu Víkingar þann leik 7 - 2 . Fífur og Skyttur leika um fimmta sætið og Pálmigroup og Ullevål um sjöunda sætið. Liðið sem vinnur mótið fær auk bikars og verðlaunapeninga gjafabréf fyrir 5 manns fyrir hádegismat frá veitingahúsinu Strikið. Úrslitaleikirnir : 1 -2 sæti | 3-4 sæti | 5-6 sæti | 7-8 sæti |
Braut 2 | Braut 3 | Braut 4 | Braut 5 |
Garpar | Víkingar | Fífur | Pálmi group |
Mammútar | Svartagengið | Skyttur | Üllevål |
Ísumsjón samkvæmt áætlun var eftirfarandi en þar sem tvö af þessum liðum spila ekki verða fleiri að hjálpast að við svellið. Riddarar | Mammútar | Bragðarefir | Pálmi Group |
Úrslitablaðið HÉR