Karfan er tóm.
Krullutímar falla niður mánudaginn 20. desember, miðvikudaginn 22. desember og mánudaginn 27. desember. Áramótamótið verður miðvikudagskvöldið 29. desember og er reiknað með að keppni hefjist um kl. 20.00.
Krullufólk er þó hvatt til að mæta tímanlega - til dæmis gæti verið skemmtilegt að hittast í fundarherberginu um eða upp úr kl. 19 og spjalla yfir kakó- eða kaffiglasi áður en "alvaran" hefst. Hér til hliðar og neðar á síðunni er könnun - spurt er: Hver vinnur Áramótamótið?
Sama kvöld verður krullumaður ársins heiðraður og afhent verðlaun fyrir Aðventumótið.