Jólahátíð LSA 2009

Upplýsingar varðandi Jólahátíð LSA 2009 :)

 

Kæra skautafólk!

Framundan hjá okkur í listhlaupadeild SA er hin árlega jólahátíð. Allir iðkendurnir okkar sýna á hátíðinni allt frá 4 ára aldri upp í 20 ára.

Jólahátíðin:

  • verður haldin sunnudaginn 20. desember og hefst kl.17:30 og lýkur upp úr kl. 20:00. Aðgangseyrir kr. 1000, frítt fyrir börn yngri en 12 ára og ellilífeyrisþega.
  • hefst á sýningu styttra kominna iðkenda sem ber heitir Hnotubrjóturinn. Þar sýna yngstu iðkendur deildarinnar listir sínar ásamt nokkrum “gestum” úr eldri flokkum.
  • endar á sýningu lengra kominna iðkenda en sú sýning ber heitir Töfraheimur jólanna, þar sýna lengra komnir iðkendur listir sínar.
  • á milli sýninganna verður lítið jólaball fyrir alla sýningargesti og iðkendur, hægt að fá skauta og hjálma lánaða.

ATH! iðkendur sem sýna á fyrri sýningunni verða að mæta stundvíslega kl. 17:00 á sýningardag, klefar verða merktir með flokkanöfnum og skulu iðkendur finna sinn klefa og bíða þar eftir þjálfara. Gott væri ef foreldrar gætu aðstoðað yngstu börnin við að fara í skauta ca. kl. 17:15. Þjálfarar halda síðan utan um iðkendur meðan á fyrrri sýningu stendur. Iðkendur á seinni sýningu skulu mæta ekki seinna en kl. 18 en þeir eru jafnframt hvattir til að koma og horfa á sýningu yngri iðkenda og öfugt, gaman að sjá hversu hratt og vel deildin okkar er að blómstra!

Generalprufa:

  • fyrir Hnotubrjótinn (D2, D1 (gulur, rauður, grænn og blár), C3, C4 ásamt gestum úr eldri flokkum) verður laugardaginn 19. desember milli 11 og 12. Mæting 10:45.
  • fyrir Töfraheim jólanna (C1, C2, B1, B2, A1, A2 og S hóp) verður strax að lokinni generalprufu fyrir Hnotubrjótinn 19. desember kl. 12-13.

Foreldrafélagið okkar verður á staðnum með veitingar, lukkupakka og ýmsan annan skemmtilegan skautavarning á mjög vægu verði meðan á hátíð stendur. Minnum á að allur ágóði af sölu veitinga fer í að styrkja iðkendurna okkar. Munið að taka með ykkur pening þar sem við erum ekki með posa á staðnum J

Endilega takið daginn frá og skemmtið ykkur með okkur. Munið að klæða ykkur vel, takið með ykkur teppi og púða til að sitja á, horfið á flottu iðkendurna okkar skauta listir sínar, gæðið ykkur á veitingum foreldrafélagsins og komið ykkur í gott jólaskap J

Iðkendur D2 og D1 hafa fengið bréf heim varðandi búninga og hlutverk en við bendum á að allar upplýsingar varðandi jólahátíðina eru á heimasíðunni okkar www.sasport.is/skautar. Ef einhverjar spurningar vakna hafið þá samband við Helgu Margréti í gegnum tölvupóst helgamargretclarke@gmail.com eða hringið í síma 8214258.

Kær kveðja,

þjálfarar og stjórn J