Karfan er tóm.
Nú er komið af okkar árlegu jólasýningu og í ár verður hún tvískipt, Jólasaga og Martröð fyrir jól. Sýningin byrjar kl. 17:30 og hefjum við leikinn á Jólasaga, þar á eftir kemur ball fyrir alla iðkendur og vini og vandamenn. Síðan kl. 18:30 hefst Martröð fyrir jól.
Í Jólasögunni eru D-hópar og C2. Generalprufa verður laugardaginn 18.desember, hefst hún klukkan 11:05, þá eiga allir að vera tilbúnir í skautunum, og rennum við yfir sýninguna í heild. Ekki er skilda að mæta í búningum en það er þó gott. Þegar er minnst á búninga þá er nú fínt að láta vita hvernig þeir eiga að vera, þeir eru eftir farandi;
D2-Snjókorn
- Hvít föt
- Snjókornabúningar sem við sköffum
- Verða með hvíta málingu í andliti, ef einhver hefur óþol eða ónæmi fyrir andlitslitum láta vita.
D1-Grænn/Álfar
- Litrík föt
- Jólahúfur
D1-Grænn/Hreindýr
- Brún föt/dökk
- Hreindýrahorn sem verða sköffuð á staðnum.
D1-Rauður/Pakkar
- Litríkföt
- Einhverskonar slaufur kannski
- Eitthvað í hárinu og sniðugt að skreyta með pakkaböndum
D1-Gulur/Fólk
- Fjölskylda sem býr í jólabænum
D1-Gulur/Jólasveinar
- Rauðpeysa
- Svartar buxur
- Jólasveinahúfa
- Jólasveinabúningur einnig leyfður
C2-Jólatré
- Grænklædd
- Skreytt með pakkaböndum og kannski einhverju fleiru
Í Martröð fyrir jól eru A,B,C1 og C2 að sýna. Generalprufa verður laugardaginn 18.desember kl. 11:30 ca. og sunnudaginn 19.desember kl. 8:00 og er mikilvægt að mæta í bæðiskiptin. Ekki er skilda að mæta í fullumbúningum en á sunnudeginum að mæta í eins miklu og hægt er fyrir utan hár og förðun. Búningar eru frjálslegir en eru þó eftir farandi;
C2-Íbúar í Jólabæ
- Grænklædd
- Eða í skautapeysum
- Jólasveinahúfa
C1-Hræddir krakkar
- Náttföt
C1,B,A-Íbúar Hrekkjavökubæjar
- Eitthvað óhugnalegt og tætt
Aðrir eins og umvar rætt ;)
Hlakka til að sjá ykkur!