Karfan er tóm.
Eins og fram hefur komið á SA-sport áður þá er Jón Gíslason að spila með Norðurlandaúrvalinu í Nordic Vikings sem er gert út frá níu milljón reiðhjólaborginni Beijing. Liðið lék á laugardaginn var gegn Qiqihar og vann stórsigur 11-1. Í þessum leik setti Jón tvö mörk, bæði í annari lotu með rétt rúmlega 3 mínútna millibili. Seinna markið var skorað á "power-play." Þetta eru fyrstu mörk Jóns í deildinni og óskum við honum til hamingju með árangurinn.
Stigahæsti leikmaðurinn í þessari deild er enginn annar en Derek Plante sem lengi lék með Buffalo Sabres (94/95-98/99), Dallas Stars (98/99-99/00) og Loks með Chicago Blackhawks. Plante lék síðan í Evrópu síðustu þrjú tímabil áður en hann fór til Nippon Paper Cranes sl. haust. Nordic Vikings eru efstir og Nippon Paper Cranes í öðru sæti en Vikingarnir hafa leikið fleiri leiki.