Karfan er tóm.
Jötnar sóttu SR-inga heim í kvöld og fóru með sigur af hólmi. Lokatölur: SR-Jötnar 4-6. Jóhann Már Leifsson skoraði þrennu.
Orri Blöndal skoraði eitt og átti fjórar stoðsendingar.
Heimamenn í SR komust í 1-0 í fyrsta leikhluta og svo 2-0 þegar vel var liðið á annan leikhluta en þá komu tvö mörk frá Jötnum með skömmu millibili, 2-2, en SR-ingar svöruðu aftur með marki í lok annars leikhluta. Jötnar jöfnuðu og komust yfir í þriðja leikhluta, SR-ingar jöfnuðu, en Jötnar skoruðu tvö síðustu mörkin í leiknum og sigruðu, 4-6. Þess má geta að fyrsta refsing sem SR-ingar fengu í leiknum var eftir tæplega 43ja mínútna leik.
SR - mörk/stoðsendingar
Steinar Veigarsson 1/1
Daníel Magnússon 1/0
Egill Þormóðsson 1/1
Arnþór Bjarnason 0/2
Kristján Gunnlaugsson 0/1
Gauti Þormóðsson 1/1
Tómas Ómarsson 0/1
Guðmundur Björgvinsson 0/1
Refsingar: 16 mínútur
Jötnar - mörk/stoðsendingar
Jóhann Már Leifsson 3/0
Orri Blöndal 1/4
Ingvar Þór Jónsson 1/0
Sigurður Reynisson 1/0
Guðmundur Guðmundsson 0/1
Pétur Sigurðsson 0/1
Úlfur Einarsson 0/1
Refsingar: 10 mínútur