Jötnar unnu SR í framlengingu

Hafþór á baráttunni: Ljósmynd Sigurgeir Haraldsson
Hafþór á baráttunni: Ljósmynd Sigurgeir Haraldsson

Fimmtudagskvöldið var skemmtilegt kvöld í Skautahöllinni á Akureyri.  SR-ingar fóru betur af stað og skoruðu strax á 2. mínútu leiksins en Jötnar gerðu sér lítið fyrir og svöruðu með fjórum mörkum í röð og breyttu stöðunni í 4 - 1 og þar á meðal  annars stórglæsilegt "short handed" mark frá Guðmundi Guðmundssyni.  Eftir aðra lotu var staðan hins vegar orðin 4 - 2 og Jötnar í viðunandi stöðu á þessu stigi leiksins.

Í 2. lotu juku Jötnar forskotið í 6 - 2 en þá snéru sunnanmenn við blaðinu og náðu að jafna leikinn og baráttan hélst alveg til loka venjulegs leiktíma en þá var staðan 7 - 7.  Því varð að grípa til framlengingar þar sem spilað var upp á gullmark sem Jötnar settu á 8. mínútu framlengingar og nýttu sér það liðsmun 4 á 3. 

Þetta var virkilega sætur sigur en Jötnar voru með 17 leikmenn en þeirra á meðal voru 6 lánsmenn frá Víkingum auk Ómars Smára í markinu sem átti stórleik.  Þetta voru mikilvæg stig, sérstaklega fyrir Víkinga sem eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni við SR og Björninn.

Einn ungur maður spilaði sinn fyrsta alvöru meistaraflokkleik þetta kvöld en það var hinn gríðarlega efnilegi 15 ára gamli Hafþór Sigrúnarson.  Hann hefur reyndar spilað Víkinga - Jötnaleik áður, en þetta var eldskírnin hans og næsta víst að hann á eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni.

Mörk/stoðsendingar Jötnar:

Sigurður Sigurðsson 2/1
Lars Foder 2/1
Andri Mikaelsson 2/0
Guðmundur Guðmundsson 1/1
Ingvar Jónsson 1/0
Sigmundur Sveinsson 0/2

Refsingar Jötnar: 16 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:

Egill Þormóðsson 2/1
Björn Róbert Sigurðarson 2/0
Snorri Sigurbjörnsson 1/2
Pétur Maack 1/2
Kristján Gunnlaugsson 1/1
Daniel Kolar 0/2
Gauti Þormóðsson 0/1
Tómas Tjörvi Ómarsson 0/1

Refsingar SR: 37 mínútur - þar af einn sturtudómur.