Karfan er tóm.
Karlalandsliðið í íshokkí er nú statt í Brasov í Rúmeníu þar sem það hefur leik í undankeppni Ólympíuleikanna í dag. Fyrsti andstæðingur liðsins er Kyrgyztan en leikurinn hefst kl. 13.00 á íslenskum tíma og má sjá beina útsendingu frá leiknum hér. Ísland mætir svo Ísrael á morgun og Rúmeníu á laugardag en aðeins efsta liðið í riðlinum fer áfram í næstu umferð.
SA á fjölmarga fulltrúa í liðinu að þessu sinni en þeir Andri Mikaelsson, Sigurður Freyr Þorsteinsson, Jóhann Már Leifsson, Hafþór Andri Sigrúnarson, Kristján Árnason, Heiðar Örn Krisveigarsson og Egill Birgisson eru allir í liðinu. Þrír af leikmönnunum okkar sem leika nú erlendis eru einnig með þeir Axel Orongan, Gunnar Aðalgeir Arason og Atli Þór Sveinsson. Ingvar Þór Jónsson þurfti að draga sig úr hópnum á síðustu stundu vegna meiðsla og missir þar með af sínum fyrstu landsleikjum frá því að landsliðið var stofnað. Við fylgjumst vel með og sendum góða straum til liðsins í Brasov!