KEA hótel deildarkeppnin: Mögulegar niðurstöður

Baráttan um sæti í úrslitum Íslandsmótsins þetta árið er í algleymingi. Tvö lið eru örugg. Hér er yfirlit um öll möguleg úrslit í lokaumferðinni og röðun liðanna út frá þeim.

Fyrir lokaumferðina eru Mammútar efstir með 12 stig og Garpar í öðru sæti með 10 stig. Þessi lið eru búin að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og er leikur þeirra í lokaumferð deildarkeppninnar hreinn úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn. Með sigri myndu Garpar ná Mammútum að stigum og fá efsta sætið einmitt vegna þessa sigurs í innbyrðis viðureign liðanna.

Víkingar eru nú í þriðja sæti með 6 stig en síðan koma hin liðin fimm, Fífurnar, Riddarar, Skytturnar, Svarta gengið og Üllevål með 4 stig.

Víkingar geta því tryggt sér sæti í úrslitunum með því að sigra Üllevål. Að öðru leyti veltur baráttan um sæti í úrslitum á innbyrðis viðureignum liða og þá skiptir auðvitað máli hvaða lið vinna sína leiki í lokaumferðinni og enda þannig jöfn með 6 stig. Í lokaumferðinni leika Víkingar gegn Üllevål, Fífurnar gegn Svarta genginu og Riddarar gegn Skyttunum.

Möguleiki er á átta mismunandi niðurstöðum hvað varðar úrslit í þessum þremur leikjum og mismunandi eftir hverri niðurstöðu, hvaða lið fara í úrslitin. Hér á eftir eru þessir átta möguleikar, frá A-H, miðað við sigurlið úr leikjunum og hver endanleg röð liðanna er út frá þeim úrslitum.  Það vill reyndar svo til að í öllum tilvikum dugar reglan um úrslit innbyrðis viðureigna til að skera úr um hvaða lið fara í úrslit en í fjórum tilvikum er það niðurstaðan úr skotkeppninni sem myndi ráða röð liðanna þar fyrir neðan, þ.e. í 6., 7. og 8. sæti. Tilviljun ræður í hvaða röð þessir möguleikar eru settir hér fram.

A.
Sigurlið: Víkingar, Fífurnar, Riddarar
Röð:
3. Víkingar 8 stig
4. Fífurnar 6 stig (sigur gegn Riddurum)
5. Riddarar 6 stig
6. Skytturnar 4 stig
(úrslit skotkeppninnar ráða)
7. Üllevål 4 stig (úrslit skotkeppninnar ráða)
8. Svarta gengið 4 stig (úrslit skotkeppninnar ráða)

B.
Sigurlið: Víkingar, Fífurnar, Skytturnar
Röð:
3. Víkingar 8 stig
4. Fífurnar 6 stig (sigur gegn Skyttunum)
5. Skytturnar 6 stig
6. Riddarar 4 stig
(úrslit skotkeppninnar ráða)
7. Üllevål 4 stig
(úrslit skotkeppninnar ráða)
8. Svarta gengið 4 stig (úrslit skotkeppninnar ráða)

C.
Sigurlið: Víkingar, Svarta gengið, Riddarar
Röð:
3. Víkingar 8 stig
4. Riddarar 6 stig (sigur gegn Svarta genginu)
5. Svarta gengið 6 stig
6. Skytturnar 4 stig (skotkeppni n ræður)
7. Fífurnar 4 stig (skotkeppni n ræður)
8. Üllevål 4 stig (skotkeppni n ræður)

D.
Sigurlið: Víkingar, Svarta gengið, Skytturnar
Röð:
3. Víkingar 8 stig
4. Svarta gengið 6 stig (sigur gegn Skyttunum)
5. Skytturnar 6 stig
6. Riddarar 4 stig (úrslit skotkeppninnar ráða)
7. Fífurnar 4 stig
(úrslit skotkeppninnar ráða)
8. Üllevål 4 stig (úrslit skotkeppninnar ráða)

E.
Sigurlið: Üllevål, Fífurnar, Riddarar
Röð:
3. Üllevål 6 stig (4 stig í innbyrðis, sigur gegn Víkingum og Fífum)
4. Víkingar 6 stig (4 stig í innbyrðis, sigur gegn Fífunum og Riddurum)
5. Fífurnar 6 stig (2 stig í innbyrðis, sigur gegn Riddurum)
6. Riddarar 6 stig (2 stig í innbyrðis, sigur gegn Üllevål)
7. Svarta gengið 4 stig (sigur gegn Skyttunum)
8. Skytturnar 4 stig

F.
Sigurlið: Üllevål, Fífurnar, Skytturnar
Röð:
3. Üllevål 6 stig (4 stig í innbyrðis, sigur gegn Víkingum og Fífunum)
4. Víkingar 6 stig (4 stig í innbyrðis, sigur gegn Fífunum og Skyttunum)
5. Fífurnar 6 stig  (2 stig í innbyrðis, sigur gegn Skyttunum)
6. Skytturnar 6 stig (2 stig í innbyrðis, sigur gegn Üllevål)
7. Riddarar 4 stig (sigur gegn Svarta genginu)
8. Svarta gengið 4 stig

G.
Sigurlið: Üllevål, Svarta gengið, Riddarar
Röð:
3. Riddarar 6 stig (4 stig í innbyrðis, sigur gegn Üllevål og Svarta gengi)
4. Üllevål 6 stig (4 stig í innbyrðis, sigur gegn Svarta gengi og Víkingum)
5. Svarta gengið 6 stig (2 stig í innbyrðis, sigur gegn Víkingum)
6. Víkingar 6 stig (2 stig í innbyrðis, sigur gegn Riddurum)
7. Fífurnar 4 stig (sigur gegn Skyttunum)
8. Skytturnar 4 stig

H.
Sigurlið: Üllevål, Svarta gengið, Skytturnar
Röð:
3. Üllevål 6 stig (4 stig í innbyrðis, sigur gegn Svarta gengi og Víkingum)
4. Svarta gengið 6 stig (4 stig í innbyrðis, sigur gegn Víkingum og Skyttunum)
5. Víkingar 6 stig (2 stig í innbyrðis, sigur gegn Skyttunum)
6. Skytturnar 6 stig (2 stig í innbyrðis, sigur gegn Üllevål)
7. Fífurnar 4 stig (sigur gegn Riddurum)
8. Riddarar 4 stig

Út úr þessum listum hér að ofan má svo lesa ýmislegt. Til dæmis það að öruggt er að annað hvort Víkingar eða Üllevål fer í úrslit og mögulegt að bæði fari. Víkingar eru eina liðið sem á möguleika á að komast í úrslitin þótt þeir myndu tapa leik sínum í lokaumferðinni. Skytturnar eru með óhagstæð úrslit í innbyrðis viðureignum við keppinautana um þessi sæti og eiga ekki möguleika á að komast ofar en í 5. sætið, alveg sama hvernig allir leikirnir fara.

Við getum líka skipt þessu niður á einstök lið og þá er staðan þessi:

Víkingar komast í úrslit
- ef þeir vinna Üllevål
- þó þeir tapi, ef Svarta gengið tapar líka

Üllevål kemst í úrslit
- ef þeir vinna Víkinga, sama hvernig aðrir leikir fara.

Fífurnar komast í úrslit
- ef þær sigra Svarta gengið og Víkingar vinna Üllevål

Riddarar komast í úrslit
- ef þeir vinna Skytturnar, Víkingar vinna Üllevål og Svarta gengið vinnur Fífurnar

Svarta gengið kemst í úrslit
- ef liðið vinnur Fífurnar og Skytturnar vinna Riddara

Skytturnar komast ekki í úrslit, alveg sama hvernig leikirnir sem eftir eru fara.