KEA HÓTELS deildin. Fimmtu umferð lokið.

Efstu liðin Mammútar og Garpar sigruðu sína leiki og eru efst með 8 stig. Fimm lið eru næst á eftir með fjögur stig.

Mammútar eru á mikilli siglingu í deildarkeppninni og í kvöld gáfu þeir Üllevål engan séns og sigruðu allar umferðirnar. Umferðiranr fóru 2 - 1 - 3 - 2 - 3 - 2 eða samtals 13 - 0. Mammútar eru með 8 stig og eiga einn leik til góða á móti Svartagenginu.

Garpar og Víkingar áttust við í hörku leik þar sem Garpar urðu að vinna til að hanga í Mammútum og Víkingar til að komast nær topp fjórum sem fara í úrslitin. Garpar byrjuðu betur og unnu tvær fyrstu umferðir með 2 og 3 en Víkingar svöruðu með 3 í þriðju umferð og aftur 1 í fjórðu og staðan orðin 5 - 4 fyrir Garpa. Garpar náðu að skora 2 í fimmtu og komust í 7 - 4 en Víkingar náðu ekki að skora nema 1 í sjöttu og endaði leikurinn 7 - 5 fyrir Garpa.

Svartagengið og Skyttur áttust við í leik þar sem bæði liðin urðu að sigra til að halda sér nær topp fjórum. Skyttur voru með fjögur stig og gátu tryggt stöðu sína með sigri og farið í sex stig, en Svartagengið var aðeins tvö stig en eiga leik til góða á móti Mammútum. Skyttur byrjuðu leikinn betur og skoruðu 3 og 1 í fyrstu umferðum, en þá komu 3 - 1 og aftur  3 hjá Svartagengi og staðan orðin 7 - 4 fyrir þá. Skyttur náðu að setja 1 í restina og endaði leikurinn 7 - 5 fyrir Svartagengi.

Fífur og Riddarar spiluðu saman en bæði liðin voru með tvö stig fyrir leikinn. Liðið sem ynni þennan leik kæmist í hóp þeirra sem berjast um topp fjögur. Fífur unnu fyrstu umferð með 2 og Riddarar unnu næstu umferð með 1 og síðan ekki söguna meir þar sem Fífur unnu næstu fjórar með 3 - 1 - 1 - og 2 og unnu leikinn 9 - 1.

Garpar og Mammútar standa best að vígi í deildarkeppninn með 8 stig. Fimm lið eru með fjögur stig og geta þau öll náð 8 stigum en Svartagengið á leik til góða og getur náð 10 stigum með því að sigra sína þrjá leiki sem eftir eru hjá þeim.

Næstu leikir eru Víkingar / Fífur, bæði lið með 4 stig.  Mammútar / Skyttur, Skyttur með 4 stig og verða að sigra til að vera í topp  fjórum, Mammútar með 8 stig og þurfa að sigra til að vera öruggir með annað af efstu sætunum í deildarkeppninni, kæmust í 10 stig og ekkert lið nema Garpar og Svartagengið gæti náð þeim, en það eru liðin sem Mammútar eiga eftir að spila við. Riddarar / Üllevål, Üllevål með 4 stig  og verða að vinna til að halda sér í topp fjórum, Riddarar nánast búnir að missa af lestinni í topp fjóra en geta eigi að síður endað með 6 stig með sigri í síðustu leikjunum.  Úrslitablaðið HÉR