Krulla: Garpar Akureyrarmeistarar

Akureyrarmeistarar í krullu 2012.
Akureyrarmeistarar í krullu 2012.


Akureyrarmótinu í krullu lauk í gærkvöldi. Tvö lið urðu efst og jöfn, en Garpar vinna titilinn vegna sigurs í innbyrðis viðureign.

Tvö lið, Garpar og Team Tårnby, urðu efst og jöfn, unnu bæði fjóra leiki af fimm. Garpar unnu innbyrðis viðureign þessara liða og eru því Akureyrarmeistarar í krullu 2012. Liðsmenn Garpa eru Árni Grétar Árnason, Gunnar H. Jóhannesson, Kristján Bjarnason og Ólafur Hreinsson.

Bragðarefir urðu í þriðja sæti með þrjá vinninga, þá komu Mammútar með tvo vinninga og síðan Urtur og Fífurnar með einn vinning hvort lið. Þetta var í níunda sinn sem Krulludeild SA stendur fyrir Akureyrarmóti í krullu. Sex lið tóku þátt.

Úrslit leikja í lokaumferðinni:
Garpar - Urtur  6-3
Fífurnar - Bragðarefir  4-11 
Team Tårnby - Mammútar  13-3 
Öll úrslit má finna í excel-skjali hér

Myndir af verðlaunahöfum
Akureyrarmeistarar í krullu 2012, Garpar. Gunnar H. Jóhannesson, Ólafur Hreinsson, Árni Grétar Árnason og Kristján Bjarnason.

Team Tårnby þurfti að sætta sig við annað sætið vegna taps gegn Görpum. Kristján Þorkelsson, Rúnar Steingrímsson, Hallgrímur Valsson og Davíð Valsson.

Bragðarefir urðu í þriðja sæti. Sævar Örn Sveinbjörnsson, Brynjólfur Magnússon, Sigurgeir Haraldsson og Jón Einar Jóhannsson fyrirliði. Á myndina vantar Jóhann Björgvinsson.

Myndir: Haraldur Ingólfsson.