Krulluvika í Skautahöllinni


Alþjóðlega krullumótið Ice Cup fer fram í Skautahöllinni á Akureyri um komandi helgi, 3.-5. maí. Krulludeildin hefur því svellið alveg fyrir sig frá sunnudagskvöldi, 29. apríl, til að undirbúa það fyrir mótið.

Frá sunnudagskvöldi og fram á fimmtudag mun Krulludeildin vinna við svellið, lagfæringu, mekringar og fleira, þannig að engar æfingar verða á svellinu núna í vikunni. Mótið hefst síðan síðdegis á fimmtudag og stendur fram til kl. 18 á laugardag.

Lögð verður áhersla á að nýta frídaginn þriðjudaginn 1. maí til undirbúningsvinnu við annað en svellið, svo sem skortöflur, steinaslípun og fleira - krullufólk er því sérstaklega velkomið til starfa þann dag. Nánari tímasetningar auglýstar síðar.