Karfan er tóm.
Kvennalandslið Íslands í íshokkí vann til bronsverðlauna á Heimsmeistaramótinu á Spáni í gær. Íslenska liðið jafnaði þar með besta árangur sinn til þessa á heimsmeistaramóti. Liðið sigraði í þremur leikjum af fimm en tapaði tveimur með minnsta mögulega mun en báðir tapleikirnir enduðu 2-3.
Ísland tapaði fyrir Ástralíu í gær en hefði með sigri náð silvurverðlaunum. Flosrún Jóhannesdóttir skoraði bæði mörk Íslands í leiknum en þær Sunna Björgvinsdóttir og Sarah Smiley áttu stoðsendingarnar. Flosrún var valin besti leikmaður Íslands í lok móts en Sunna Björgvinsdóttir var markahæst íslensku leikmannanna og var í þriðji markahæsti leikmaður mótsins með sex mörk. Stelpurnar eru nú á ferðalagi heim en Skautafélag Akureyrar óskar þeim til hamingju með frábæran árangur.