Kylfan hans Bjössa stal stigum Bjarnarins

Í gærkvöld fóru SA Víkingar í víking í Bjarnargryfjuna í Egilshöll og stálu tvemur stigum af þremur mögulegum með sigri í framlengingu í kaflaskiptum leik, lokatölur 4-3. SA Víkingar styrktu þar með stöðu sínu á toppi deildarinnar en SR lagði Esju á sama tíma í Laugardal 8-5.

SA Víkingar fóru vængbrotnir í leikinn gegn Birninum í gærkvöld þar sem í liðið vantaði þá Helga Gunnlaugsson og Sigurð Sigurðsson sem ekki komust í leikinn af persónulegum ástæðum en Hafþór Andri Sigrúnarsson er enn meiddur eftir að hafa hlotið heilahristing í síðasta einvígi gegn Birninum.

Það var því fyrirfram ljóst að róðurinn gæti orðið erfiður eins og kom á daginn þá náði liðið náði sér engan veginn á strik í fyrstu lotu á móti spræku Bjarnarliði sem var dýrvitlaust og spilaði við hvern sinn fingur. Bjarnarmenn unnu flest öll einvígi á vellinum og voru sterkari aðilinn en vörn Víkinga var þétt og engin mörk voru skoruð í fyrstu lotu. Leikurinn spilaðist svipað framan af  í annarri lotu en um miðja aðra lotuna skoruðu Bjarnarmenn fyrsta mark leisins Þegar Edmunds Induss nýtti sér varnarmistök og setti pökkin snyrtilega fram hjá Steve í marki Víkinga. Björninn tók öll völd á vellinum í kjölfarið og gjörsamlega völtuðu yfir Víkinga síðustu 10 mínútur lotunnar og bættu við tveimur mörkum frá þeim Sigursteini Sighvatssyni af bláu línunni í yfirtölu og svo Úlfari Andréssyni. Sem dæmi um yfirburðina voru markskot Bjarnarins 24 eftir fyrstu tvær loturnar á móti 11 skotum Víkinga.

Þjálfarar Víkinga gerðu nokkrar breytingar á liðsuppstillingu fyrir þriðju lotuna til þess að reyna blása lífi í liðið og bættu meðal annars Orra Blöndal í sóknina. Víkingar settu nokkra pressu á lið Bjarnarins frá upphafi lotunnar án þess þó að skapa sér þeim mun hættulegri færi en Bjarnarliðið varðist vel og þurftu ekki mikið að sækja miðað við stöðuna á þessum tímapunkti. Þegar rétt rúmar 11 mínútur voru eftir af lotunni sendi Ingvar Þór Jónsson glæsilega stungusendingu upp á milli varnarmanna Bjarnarins á Jón B. Gíslason sem komst einn gegn markverði Bjarnarins og afgreiddi pökkinn í markið og minnkaði muninn í 3-1. Rétt rúmum tveimur mínútum seinna var svo Jón B. Gíslason aftur á ferðinni þegar Orri Blöndal fann hann óvaldaðann í slottinu og pökkurinn söng í netinu og staðan orðin 3-2. Nokkuð fát virtist koma á Bjarnarliðið við þetta og strax í kjölfarið fengu þeir tveggja mínútna brottvísun og sendu Víkinga í yfirtölu. Víkingar hlóðu í byssurnar og létu skotunum rigna á markið og í miðri skothríðinni fengu Bjarnarmenn aðra brottvísun og Víkingar því tveimur mönnum fleiri í rúma mínútu sem eflaust hefur liðið eins og heil eilífð fyrir Bjarnarmenn þar sem Víkingar fengu hvert dauðafærið á fætur öðru og á ótrúlegann hátt náði markvörður Bjarnarins og markstangirnar að halda Víkingum frá því að jafna leikinn. Víkingar héldu áfram að pressa stíft eftir yfirtöluna og þegar tæp mínúta lifði leiks brustu loks flóðgáttirnar þegar Mario Mjelleli stýrði skoti Ingvars Jónssonar í markið og jafnaði leikinn í 3-3. Orri Blöndal fékk svo gulliðtækifæri til þess að tryggja Víkingum stigin þrjú á lokasekúndum leiksins en ekki vildi pökkurinn í markið. Ótrúleg endurkoma Víkinga þó staðreynd eins og sést á markskotum þá áttu Víkingar 18 skot í þriðju lotunni á móti 3 skotum Bjarnarins.

Leikurinn fór því í framlengingu og Bjarnarmenn fengu enn eitt kylfubrotið á sig og þurftu að spila 3 á móti 4. Víkingar héldu Bjarnarmönnum undir pressu í sóknarsvæðinu og þegar rétt tæpar 30 sekúndur eru eftir af framlengingunni brotnar kylfan hjá Jussi Sipponen sem fleygir henni frá sér en Björn Már Jakobsson er fljótur að átta sig á varamannabekk Vikinga, fleygir fínu kylfunni inn á ísinn í hendurnar á Jussi og sá fær sendingu um leið á nýju kylfuna. Það þarf ekkert að spyrja um það því kylfan hans Bjössa bjargar kvöldinu fyrir Víkinga og sendir pökkinn beinustu leið af slánni inn og tryggir Víkingum ótrúlegan sigur í vægarsagt kaflaskiptum leik.

Mörk/​stoðsend­ing­ar SA Vík­inga:
Jón Bene­dikt Gísla­son 2/​1
Jussi Sippon­en 1/​1
Mario Mjell­eli 1/​0
Ingvar Þór Jóns­son 0/​2
Orri Blön­dal 0/​1