Kynningarátak Listhlaupadeildar

Myndir á plakati: Ásgrímur Ágústsson
Myndir á plakati: Ásgrímur Ágústsson


Listhlaupadeildin stendur í stórræðum við kynningu á starfi deildarinnar þessa dagana með það að markmiði að fá fleiri krakka til að koma og prófa og fjölga þannig iðkendum í listhlaupi.

Útbúið hefur verið dreifiblað sem borið verður í hús á Akureyri á næstu dögum og plakat sem hengt verður upp víðsvegar um bæinn.

En til að koma dreifibréfinu í hvert hús þarf samstillt átak margra - margar hendur vinna létt verk en ekki fáar öll verk. Óskað er liðsinnis iðkenda, foreldra og annarra velunnara Listhlaupadeildarinnar og Skautafélagsins við að bera dreifibréfið út á næstu dögum.

Hafi einhver áhuga á að taka að sér að bera út í einhverjar götur um helgina verður hægt að nálgast blöðin hjá Reyni í Skautahöllinni um helgina. Hjá blöðunum verður götulisti og er mjög mikilvægt að merkja við í hvaða götu(r) þið ætlið að taka - og að skila afgangi í Skautahöllina þegar þið eruð búin með ykkar götur.

Hér er mynd af plakatinu sem hengt verður upp, en dreifibréfið er með sama efni, prentað á báðar hliðar á A4 blað.